Einkaráðgjöf

Í einkaráðgjöf hittumst við og ræðum saman um þau heilsumarkmið sem þú vilt setja þér. Ég fræði þig um mataræði, hreyfingu og hollan lífsstíl. 

Þú segir mér hvað þú vilt fræðast um og ég kem með upplýsingar við hæfi. Þetta er frábær leið til að fá aðhald við nýjan lífsstíl.

Einstaklingsráðgjöf er einnig hægt að nota t.d. í skápayfirferð, sem felur í sér að ég kem heim til þín og skoða með þér í skápana og við ræðum hvað er hollt og óhollt, álestur á umbúðir matvæla og hvernig þekkja má hollan mat frá óhollum. Annar kostur er ráðgjöf við matarplön, þá hjálpa ég þér að útbúa matarplan sem hentar þér og þínum.

Einstaklingsráðgjöf kostar 9.500.- pr. klst.

  • Instagram
  • Snapchat
  • Facebook
  • Twitter
  • Linked-in

©2018 by Hildur Arnar. Proudly created with Wix.com